30.1.04

29.1.04

Hvernig lítur þetta út núna?

Bara a� sj� hvort breytingarnar virka.

Hvað á maður svo að setja hér fyrst maður er búinn að búa þessa síðu til. Líf mitt er ekki svo viðburðaríkt að það skipti sköpum að ausa einhverju rausi yfir þá sem geta lesið íslensku. Þessa dagana er ég að lesa seinna bindið af ævisögu Stephans G. Stephanssonar. Ég hef lengi verið hrifin af hans ljóðum og lífsskoðunum. Bókin er bara svo þykk að það tekur langan tíma að lesa hana. Ég er nú ánægð að því leyti að í vetur hef ég verið að lesa almennilegar bækur frekar en þetta reyfararusl sem ég hef oft legið í.
Á maður að halda dagbók á svona síðu? Ekki veit ég en flestar virðast vera raus um daglegt amstur sem mér finnst ósköp óspennandi. Ég geri ekkert nema vinna, fara í sund, horfa á Nágranna, prjóna og sofa. Spennandi. Mesta spennan er hvort ég á að drífa mig í að fara í almennilegt sumarfrí í sumar eða panta tvær vikur í sumarhúsi á Spáni.
Það væri nú gaman að fara og skoða -stan ríkin fyrir norðan Afganistan. Einu sinni hefði ég ekki hikað en nú er ég orðin svo fjári miðaldra að ég vil svo gjarnan vera heima hjá mér og ekki þurfa að ströggla við annarrar menningar fólk. Það er kannski of stutt síðan ég var á Indlandi.
Best að hætta í bili.

ok best að byrja að blogga