29.8.05

Fordómar

Ég reyni eins og ég get að vera ekki með fordóma gagnvart hópum fólks sem er öðruvísi en ég en ég verð að viðurkenna að Svíar eru frekar leiðinlegir. Það er eitthvað við tóninn þegar fólk er að tala sænsku sem fer í taugarnar á mér. Svo tala þeir alltaf svo hátt að það fer ekki á milli mála að þeir eru á ferð. Ég komst til Svíþjóðar í sumar, hef reyndar ekki komið þangað í mörg ár. Og ekki vantaði að það var mjög notalegt að ferðast þar og landið fallegt ef maður kann að meta skóga. Og fólkið er ósköp almennilegt en þegar það fer að tala þá fæ ég alltaf svona hroll inn í mig og dettur í hug Salomon Gustafsson sem Laddi gerði ódauðlegan í Stellu í orlofi. Kannski negldi Laddi Svíana svo manni finnst þeir vera svona vælandi aumingjar. En auðvitað veit ég að Svíar eru ekki allir svona en samt!!!