29.9.06

Langar þig í ferðalag?

Svava er að skipuleggja skemmtiferð til Istanbúl í upphafi næsta árs. Þetta á að vera skemmtileg ferð fyrir skemmtilegt fólk. Nánari upplýsingar má finna hér.

Í gærkvöldi þegar ég var að fara að sofa var ég búin að hugsa upp eitthvað frábærlega sniðugt til að skrifa en nú er ég búin að gleyma hvað þetta var. Ætla að hugsa þetta betur.

27.9.06

Alsherjar fýla

Ég held að það fylgi aldrinum að vera fúll yfir hlutunum í stað þess að gleðjast yfir heimsku mannanna.
Mín helsta geðvonska í sumar:

Til dæmis þótti mér óþolandi þegar öllum útvarpshlustendum þótti keppikefli að komast í pottinn hjá Nings sem er víst kínverskur veitingastaður. Ég hef heyrt að kínverjar borði hunda en menn.

Einnig gat ég pirrað mig endalaust yfir stríðinu í Líbanon. Að menn skuli vera svona heimskir að halda að morð á almennum borgurum minnki ofbeldi. Og við eigum að vorkenna gyðingum því þeir fóru svo illa út úr helförinni. Maður hélt nú að þeir hefðu lært eitthvað.

Ég þoli ekki þegar 20 túttujeppar keyra í röð framhjá heima hjá mér á 100 km. hraða á mjóum malarvegi og slá ekki af þó bæði börn og nautgripir séu á veginum.

En það er eitt sem ég gleðst yfir en það er nýjasta uppátæki okkar systra. Allt um það hér.