31.10.08

Maður er nú garðyrkjunörd!!


Ég er
Sólblóm


Hvaða blóm
ert þú?


17.10.08

Grrrrrrrrrrrrrrrrrrrr!


Með aldrinum verður maður sífellt geðvondari og lætur hluti fara í taugarnar á sér. Þessa dagana er margt sem veldur því að maður gnístir tönnum. Því hef ég ákveðið að lista hér helstu taugatrekkjana þessa dagana:

1. Ef og kannski fréttir í fjölmiðlum.
Fréttamenn sem skella upp exelinu og setja inn verstu mögulegu tölur og reikna út verstu mögulegu niðurstöðu. Þvæla þetta svo upp yfir alþjóð harðbrjósta fólki til ómældrar gremju en viðkvæmum einstaklingum til angistar. Hefur eingöngu neikvæð áhrif og er ekki til neins, eins og við höfum ekki nóg af raunverulegum áhyggjum þessa dagana.

2. Þvottaefnisauglýsingar.
Allar þessar glæsilegu konur sem eru með nefið ofan í klósettinu til að kanna hvort þar leynist skítablettur. Karlarnir eru aftur á móti í hvítum slopp og sprauta út í loftið og þá hreinsast allt. Hreingerningar eru semsagt vísindaleg aðgerð hjá karlmönnum en taugatrekkjandi smámunasemi hjá kvenfólki.

3. Bifreiðaskoðunarstöð Frumherja á Selfossi.
Þar er opið kl. 8-16 á daginn en maður er rekinn aftur heim ef maður kemur kl. korter fyrir fjögur og híað á mann fyrir að láta sér detta í hug að bíllinn verði skoðaður þann daginn. Því skoðunarkallarnir hætta kl. fjögur. Ég hef aldrei fyrr lent á "þjónutstufyrirtæki" sem ekki afgreiðir viðskiptavini sem mæta á auglýstum opnunartíma. Sundlaugarnar er eina sem mér dettur í hug en þar er yfirleitt skýrt tekið fram hversu lengi er selt ofaní. Ekki datt manni í hug að reka út liðið sem tróð sér inn kl. rúmlega 12 á aðfangadag þegar ég vann hjá póstinum í gamla daga.

4. Gamlingjar sem hægja á við hvern og einn af afleggjurunum 60 á leiðinni upp Grímsnesið, gefa ekki stefnuljós, gefa í á milli afleggjara, hægja á þegar þeir mæta bíl og gefa alls ekki möguleika á að komast fram úr þeim. Komon þið eruð ekki ein úti á landi, þar er fullt af fólki sem þarf að komast milli staða.

Nú man ég ekki eftir meira í bili, er komin í býsna gott skap eftir að deila mínum helstu umkvörtunarefnum með heiminum.