13.2.04

Föstudagur myrkur og rigning. Geyspa svo mikið að tárin eru farin að renna niður kinnarnar. Allur snjórinn að verða horfinn og allt að komast í venjulegt horf um veðurlag í febrúar. Hef stundað undirbúning fyrir handavinnuhelgi. Búin að vera með tilraunaeldhús í gangi síðustu vikuna, fór á bókasafnið og fékk lánaðar matreiðslubækur. Langt síðan ég hef lagt svona mikið á mig fyrir veisluhöld. Þetta setti ég bara vegna þess að einhverjir af væntanlegum gestum gæti lesið þetta og það er eins gott að fólk sjái að maður hefur fyrir því. Þetta kom ekki vel út. Stelpur mínar þetta er hrein ánægja.
Ég er loksins búin með Landnemann mikla. Það er mjög góð bók en fjarskalega eru nú margar blaðsíður í henni. Seinna bindið var á skammtímaláni á bókasafninu, ég var óneitanlega lengur að lesa hana. Ég hef styrkst í ákvörðun minni að fara til Kanada einhvern daginn.
Annars er ég í flækju yfir því hvert ég á að fara og hvað ég á að gera í sumar. Ég er eiginlega hætt við Langbortistan. En hvað á ég að gera annað. Mig langar til útlanda en hvert ó hvert???? Það er ekki alltaf auðvelt að geta gert hvað sem er. Endar allt of oft með að maður gerir ekki neitt.
En helgin verður áreiðanlega skemmtileg.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home