16.2.04

Ákvað að láta mitt annað sjálf koma fram undir nafni. Frétti að til væri fólk sem les skrif mín. Frábært þá get ég komið sannindum á framfæri sem ég hef komist að smátt og smátt á þessum árum sem ég hef verið hugsandi manneskja. Stundum hef ég komið með stórar yfirlýsingar um að fólk sé fífl og óneitanlega hef ég gerst andfélagslegri með aldrinum. Það er mikið talað um hvað fólk er orðið latt í félagsmálum. Mér finnst það mjög skiljanlegt. Mér finnst þægilegast að eiga vini í sjónvarpinu. Þá get ég verið þátttakandi í lífi þeirra og armæðu að vissu marki en síðan þegar það er orðið óbærilegt hugsa ég bara djö.. fífl er þetta pakk og slekk á því. Ekki hægt með lið sem er í heimsókn.
En fólk er líka nauðsynlegt því allir eru í raun hópsálir, lika ég. Og það er nauðsynlegt að eiga góða vini og að rækta vináttuna við þá. Gaman að skipuleggja og eiga góðar stundir í góðra vina hópi. Það gerði ég um helgina og vaknaði með bros á vör við vekjaraklukkuna rúmlega sjö í morgun enn ánægð eftir góða helgi við glaum og gleði.
Hér er mynd af okkur vinkonunum niðursokknum í verkefni helgarinnar.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home