15.3.04

Ráðhildur mín! Hér er loksins tengill á heimasíðu Bubba frænda Bóa. Ég ætlaði fyrir löngu að vera búin að setja hann hér þar sem þú getur nálgast hann. Ég hef bara ekki fundið mig alveg í að skrifa hérna á þessa síðu. Samt var mikil gleði í síðustu viku þegar ég fékk nýju Bubba myndina mína. En það er ekki nema fyrir innvígða að gleðjast hjartanlega með mér af þessu tilefni.

Það hafa einhverjir spurt mig eftir nafninu á þessu bloggi mínu, hvaðan það er komið og hvað það þýðir. Í Tíbet segir fólk úti á götu:"Tashidele" þegar það mætist. Þetta er svona eins og við segjum halló eða góðan daginn. Og í Tíbet brosa allir og bukta sig því tíbetar eru fjarska vingjarnlegt fólk. Í Lasha bjó ég á Kirey hótelinu í tíbetanska hverfinu. Veitingahúsið á hótelinu heitir Tashi II vegna þess að það er útibú frá upprunalega Tashi veitingahúsinu sem nú heitir Tashi I. Þessa daga í Lasha borðuðum við alltaf morgunmat á Tashi II og líka suma daga bobi í kvöldmat. Sama þjónustustúlkan afgreiddi okkur alla dagana og hún sagðist heita Tashi. Það hefur nú sjálfsagt verið til að einfalda hlutina fyrir heimska ferðamenn. Hún gaf okkur bænatrefil að skilnaði. Ég ætlaði að láta bloggið mitt heita bara tashi en þá var einhver geðsjúklingur í Ástralíu búinn að taka það frá og spjó geðsýki sinni út á netið. Ég veit ekki hvort hann hefur verið í Tíbet.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home