12.11.04

Fullorðið fólk að þykjast vera börn

Þegar ég var yngri en ég er nú tók ég alveg út fyrir að horfa á fullorðna leikara þykjast vera börn í barnaþáttum í sjónvarpinu. Þetta fólk lætur alltaf eins og börn séu vangefin og tali eins og bjánar. Mín reynsla er sú að börn eru gáfaðast og skemmtilegasta fólk sem ég hitti. Enda finnst mér gaman að tala við börn því þau segja mér alltaf eitthvað ferskt og skemmtilegt um allt mögulegt. Einn vinur minn 10 ára sem stundum kemur í heimsókn horfir alltaf á fréttirnar vegna þess að "maður verður að fylgjast með því sem er að gerast í heiminum" og við ræðum oft um þessar hörmungar sem dynja á mannfólkinu og valda hugsandi fólki áhyggjum. Enda fannst mér hugmyndin góð um að börnum yrði veittur kosningaréttur, þau sjá nefnilega einföldustu lausnina á hverju máli, eru hreinskilin og myndu kjósa eftir sannfæringu sinni. Og þá yrði áreiðanlega ekki verkfall í skólum landsins vikum saman.

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

I don't quite agree with you...but you should go to talk to Raheel....he is interested in bollywood movies also !

9:49 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home