9.11.04

Nýtt líf

Ég er nýbökuð móðursystir enn og aftur. Síðastliðinn fimmtudag kom í heiminn myndarlegur frændi, heimsins fallegasta barn að allra áliti sem nálægt honum standa. Hann liggur bara þarna og veifar sínum löngu mjóu puttum og stóru höndum og öllum finnst hann frábær. Mikið er auðvelt að vekja athygli meðan maður er á þessum aldri. Stóra systir hans er alveg dolfallin og stúlkan sem aldrei hefur leikið sér í dúkkuleik getur nú ekki slitið sig frá þessum agnarlitla bróður. Bræðurnir geta nú ekki sýnt hrifningu sína eins augljóst, þeir eru nú einu sinni unglingar. Pipruðu frænkurnar halda aftur á móti ekki aftur af hrifningu sinni og geta ekki hætt að dást að litla undrinu. Þessi drengur kemur svo sannarlega ekki til með að þjást af athyglisskorti.

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Bestu hamingjuóskir til ykkar beggja, "pipruðu" frænknanna í tilefni af litla prinsinum í Kotinu!
Hann er nú ekki alveg blankur að eiga ykkur að, ekki frekar en hinir ungarnir!
Bestu kveðjur
frá "frúnni á 57" :-)

12:40 e.h.  
Blogger Þjóðhildur said...

Takk fyrir gaman að sjá að einhver les það sem ég skrifa.

1:26 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home