23.12.04

Þjóðhildur í jólaskapi

Það er nú alltaf gaman að undirbúa jólin, það þarf nú ekki að vera mánuð að því. Í gær þreif ég baðið og eldhúsið, það eru þau herbergi sem frekar ógeðslegt er að hafa óhrein, annað verður ekki þrifið heima hjá mér, kannski rykrussað. Því ég ætla að vera á sveitasetrinu um jólin, búin að útvega mér stærsta jólatré sem ég hef nokkurn tíman átt því ekki eru nú húsgögnin að flækjast fyrir því. Nú er bara að athuga hvort eitthvert skraut er til nema sem nægir svona á hægri hliðina. Ég fór og keypti mér jólaföt og Ofursúbarú fékk nýja framrúðu í gær svo hvorugt okkar fer í jólaköttinn. Svo það er bara að lifa daginn í dag af í vinnunni og síðan að fylla Ofursúbarú af gjöfum, jólaskrauti og mat og halda af stað í sveitina í 10° frosti og brakandi snjó.
Bestu óskir um gleðileg jól til allra minni lesenda

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home