6.1.05

Nýtt ár - nýjir möguleikar

Allt frí búið í bili, samt huggun að páskarnir eru snemma í ár svo næsta aukafrí verður í mars og febrúar stuttur mánuður þannig að það er bara að þrauka janúar og þá verður veturinn búinn. Jólin búin í dag og gamla árið sprengt fyrir mörgum dögum. Það var nú bara ágætt að koma aftur í vinnuna á nýju ári. Þetta skánar með aldrinum þó svo ég sé búin að reikna út hvenær ég kemst á eftirlaun það verður eftir 5280 daga, getur þó skeikað einum til tveimur til eða frá. Nennti ekki að reikna með hlaupárum og aukafrídögum.
Um jólin kom ég mér loksins til að setja upp í vefstólinn, réðst svo með skærin á lofti að fólki og sannfærði það um að gefa mér fötin utan af sér, klippti þau í ræmur og óf mottu í öllum regnbogans litum. Æðislegt! Verst með vefstólinn, hann verður að vera á einum stað en ég bý á tveimur. Þetta skapar geðklofa því meðan ég er á einums staðnum hugsa ég um allt það frábæra sem ég gæti ofið en þegar ég er á sama stað og vefstóllinn horfi ég á sjónvarpið og kem mér ekki að verki. Svona er maður nú klikkaður. Búin að ákveða hvenær krosssaumshelgin verður, verð að finna krosssauminn sem ég hef ekki snert á svo mánuðum skiptir. Vonandi fell ég ekki í fíknina aftur og hætti alveg að gera annað en að sauma út. Því krosssaumstykki eru sjaldnast til mikils gagns þó þau séu til mikillar prýði.
Gleðilegt nýár og megi 2005 verða besta árið til þessa.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home