22.2.05

Álagsmeiðsli af of miklu kappi við útsaum

Um helgina fór ég í sumarbústað með gömlum vinkonum og við saumuðum út. Sumar konur hafa komið óorði á hannyrðaklúbba með því að gera ekkert nema tala og borða í saumaklúbbum. Ég þekki ekki svoleiðis konur. Við vinnum sko af alvöru að okkar hannyrðum, það er ekki farið í heita pottinn fyrr en allir eru orðnir stífir í herðunum og þá aðeins til þess að hafa heilsu til að sauma meira. Stundum er kappið svo mikið að enginn hefur tíma til að tala en það er nú mjög sjaldan. Oftast er talað jafn hratt og nálarnar ganga. Svona samkomur eru nauðsynlegar til að halda áfram að þekkja vinkonur sínar.

Sjáumst kátar í réttasúpunni í haust stelpur, takiði kallana og krakkana með. Ég er þegar byrjuð að skipuleggja skemmtiatriðin.

Takk fyrir góðar stundir.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home