22.2.05

Lambapottréttur

500 g lambagúllas
2 laukar
1 græn paprika
1/4 dl ananaskurl eða bitar
1/2 dl sveppir + safi
vatn
2 msk tómatpúrra
1 glas mangó chutney (360 gr)
paprikuduft, karrí, salt, pipar
1/4 l rjómi

Brytjið lauk, papriku og sveppi smátt og látið krauma í potti ásamt karrí og paprikudufti. Kjötið brytjað og brúnað vel, kryddað með salti og pipar, látið útí pottinn og soðið þar til kjötið er meyrt. Þykkið með smjörbollu. Að lokum er ananas, tómapúrru og mango chutney bætt út í ásamt rjóma.

Borið fram með soðnum hrísgrjónum, fersku salati og snittubrauði.

Úr bókinni Matartónar frá Lúðrasveit Þingeyinga

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home