3.3.05

Um akstur og tíma

Fyrir svona 10 árum vorum við Frændi nr. 1 og afi hans í gryfjunni að jafna út súrheyi. Frændinn var svona 5 ára og þurfti margt að spjalla. Grímur frændi hans keyrði í milli með miklum látum eins og unglingar gera gjarnan. Eftir eitt skiptið þegar Grímur var búinn að sturta og keyra burtu með skellum og skarki spyr afi strákinn hvort hann ætli ekki einhverntímann að keyra traktor eins og Grímur. Jú strákur var á því enda með meiriháttar véladellu. En hann vissi líka að menn þyrftu að vera orðnir 14 ára áður en þeir gætu farið að aka traktor í alvöru. Þeir spjölluðu aðeins um það en svo segir strákur mjög áhyggjufullur:"En þá verður þú löngu dáinn afi."
Þessi drengur er í dag 15 ára, ekur traktor alveg eins og Grímur frændi hans gerði hér áður fyrr og afinn er í fullu fjöri.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home