12.9.05

Lífið

Einu sinni var ég á ritunarnámskeiði og við áttum að halda dagbók í heila viku. Þetta gekk nú ágætlega og skrifaði ég samviskusamlega niður dagleg störf og reyndi einnig að láta hugann reika og láta mér detta eitthvað gáfulegt í hug til að setja í dagbókina. Mér fannst þetta takast nokkuð vel og skilaði henni ánægð með sjálfa mig. Ein af bekkjarfélögunum skilaði engu og afsakaði sig með því að hún hefði lifað svo ákaft að hún hefði ekki mátt vera að því að skrifa. Eftir á að hyggja er hún öfundsverð það er alltaf gott að hafa nóg að gera. Þetta eru skilaboð til ykkar sem kvartið yfir því að ég skrifa sjaldan. Það þýðir bara að ég er upptekin við að lifa.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home