14.9.05

Réttasúpa

Ég ætla að halda útihátíð á laugardaginn. Gestunum hefur verið boðið og kjötið er komið úr frysti. Við erum búin að skipuleggja ótrúlega andstyggilegan ratleik því núna eru börnin orðin svo stór að það þarf ekki að halda aftur af sér þeirra vegna. Laugardagurinn hefði átt að vera réttardagurinn en þar sem að búið er að lóga öllum kindum í Tungunum verðum við bara að reyna að skemmta okkur án þeirra. Kannski verður bara orka afgangs til að fara á réttaballið, það hefur alltaf verið hindrum að vita að ofvirku karlarnir í Kotinu verða alltaf að fara að raga féð sitt strax daginn eftir réttirnar. Núna geta allir verið þunnir og þreyttir í friði á sunnudaginn.

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Þýðir nú lítið að hafa okkur útí einhvern "andstyggilegan" ratleik.
Sonurinn eldri er slasaður(tognaður) og við sem enn eldri erum látum nú ekki hafa okkur útí hvað sem er :-)
En réttaballið er allt annað dæmi, verðum við ekki að fara á það.
Kveðja
Aldís

8:38 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Skil ekki hvað Ísfúin er að kvarta. Hún sem hefur stundað stífa líkamsrækt og göngur í allt sumar. Síðan er maðurinn hennar örugglega kominn í karlaþrekið. Ég er viss um að ég verð skilin eftir í rykmekki.
Svava sveitta.

2:06 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home