13.10.05

Uppáhalds borgirnar mínar. Nr. 1 Damaskus

Damaskus (arab. Esh Sham eða Dimashq) höfuðborg Sýrlands. Íbúar eru um 6 milljónir. Damaskus er af mörgum talin sú borg heims sem samfelld byggð hefur lengst staðið, frá þriðja árþúsundi fyrir Krist.

Ég veit ekki hvers vegna ég tel Damaskus sem mína uppáhalds borg. Kannski vegna þess hversu mikið hún kom mér á óvart. Þær fréttir sem við heyrum frá Mið-Austurlöndum eru yfirleitt af ófriði og vígaferlum ekki af friðsamlegu lífi venjulegs fólks. Það er eitthvað svo notalegt að ganga um göturnar í Damaskus. Fólkið er vingjarnlegt án þess að vera uppáþrengjandi, markaðurinn litskrúðugur og fjölbreytt vöruúrval. Leigubílarnir klesstir og beyglaðir. Það verður að viðurkennast að næturlífið er ekki upp á marga fiska, bærinn dauður kl. 10:00 á kvöldin. Ég man eftir að við reyndum að komast inn í magadansklúbb sem leit mjög spennandi út utanfrá séð prýddur myndum af kynþokkafullum dansmeyjum. En inni voru engir viðskiptavinir, ekkert að drekka nema gosdrykkir og engar magadansmeyjar sjánlegar svona á virkum degi. Svo næturrandinu var sjálfhætt.
Það sem enginn má láta fram hjá sér fara í Damaskus er Omayyad-moskan og Bazarinn. Einnig er mjög heillandi að ganga um gamla bæinn, skoða mannlífið og húsin.

Heimasíða Damaskus

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home