23.2.06

Ég er móðguð..


Ég las það í Fréttablaðinu að Össur, Jón Ársæll og félagar væru fyrstu ferðamennirnir frá Íslandi sem færu til Lomé. En ég? Var ég ekki í heila viku á Robinson Plagé í Lomé og bjó þar í strandkofa með stráþaki og gulum eðlum á veggnum? Fór ég ekki á hverjum degi í sendiráð Gabon og í franska stórmarkaðinn og keypti ís og paté. Fór á markaðinn og skoðaði ótrúlegt úrval af afrískum batikefnum. Fór ég ekki í ferðalag að hæsta fossinum í Togo og dansaði í brúðkaupi í litlu þorpi við veginn. Fólk á ekki að vera með svona yfirlýsingar. Á okkar tímum er alltaf búið að gera hlutina áður.

Síða um Lomé

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home