6.3.06

Skemmtileg leikhúsferð

Ég fór í leikhúsið á föstudagskvöldið. Það er orðið sjaldgæft að ég hafi mig af stað til að horfa á leikrit núorðið. Að vísu var ég ekki viss um hvaða leikrit ég væri að fara að sjá en mundi að það var einhver stofufarsi. En þegar fólk nennir að fórna frítíma sínum í að setja á svið leikrit er það minnsta sem við andfélagslega fólkið getum gert að fara og horfa á. Ég fór semsagt að sjá „Blessað barnalán“ eftir Kjartan Ragnarsson í Aratungu. Það voru nú ekki margir áhorfendur en samt slæðingur af fólki. Á fremsta bekk sat Kjóastaðafólkið enda 3 leikaranna af þeirri ætt. Á næsta bekk sat Brautarhólsfólkið enda er Bjarni þarna í stjörnuhlutverki. Síðan var þarna slæðingur af sveitungum og þónokkuð af ókunnugu fólki. Leikritið er svona dæmigert misskilningsleikrit þar sem einn fer út um einar dyr þegar annar kemur inn um aðrar. Við töldum 6 úgönguleiðir, af því má ráða að mikið var um misskilning. En allt gekk þetta upp og áhorfendur hlógu sig máttlausa. Svo að þeir sem vita ekki hvað þeir eiga af sér að gera um næstu helgi ættu að panta sér leikhúsmatseðil á Kaffi Kletti og fara svo í leikhúsið í Aratungu.

Sjá nánar hér

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home