Brottför til Marokkó yfirvofandi.
Merkilegt það er bara allt í einu komið að því að fara í páskaferðina til Marokkó. Þetta er alltaf jafn skrýtið að skipuleggja eitthvað með árs fyrirvara, ákveða að fara í ferðalag, borga með margra mánaða fyrirvara og svo er allt í einu komið að því að fara. Að sumu leyti finnst mér þetta óþægilegt, mér finnst hálfpartinn maður vera að storka örlögunum, því auðvitað veit enginn hvað framtíðin ber í skauti sér. Eftir ár gæti maður verið dáinn eða fótbrotinn eða íslenska efnahagskerfið hrunið og allt spariféð fokið út um gluggann. En vonandi gerist ekkert meiriháttar áður en flugvélin fer í loftið með okkur systur og ferðafélaga n.k. sunnudagsmorgun. Ég stefni á að skrifa eins og tækifæri gefst á Heimsklúbbssíðuna.
Fylgist með.
Gleðilega páska.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home