5.4.23

A sewing trick that is not taught to seamstresses - even a beginner can ...

19.11.08

Ég tók persónuleikapróf Dr. Phil og fékk þessa niðurstöðu.


Your Result: The Vain, Self-Centered Leader
Others see you as someone they should "handle with care." You're seen as vain, self-centered, and who is extremely dominant. Others may admire you, wishing they could be more like you, but don't always trust you, hesitating to become too deeply involved with you.

Hef ég verið að misskilja eitthvað allt mitt líf, er ég virkilega hégómleg, sjálfhverf og yfirþyrmandi stjórnsöm. Hræði ég í alvöru fólkið í kringum mig með kröfuhörku? Ég sem hélt ég væri algert gæðablóð, frekar vinsæl og ætti frekar í vandræðum með að taka af skarið. Svona getur manni skjátlast eða kannski er það Dr. Phil sem er vitleysingur.

31.10.08

Maður er nú garðyrkjunörd!!


Ég er
Sólblóm


Hvaða blóm
ert þú?


17.10.08

Grrrrrrrrrrrrrrrrrrrr!


Með aldrinum verður maður sífellt geðvondari og lætur hluti fara í taugarnar á sér. Þessa dagana er margt sem veldur því að maður gnístir tönnum. Því hef ég ákveðið að lista hér helstu taugatrekkjana þessa dagana:

1. Ef og kannski fréttir í fjölmiðlum.
Fréttamenn sem skella upp exelinu og setja inn verstu mögulegu tölur og reikna út verstu mögulegu niðurstöðu. Þvæla þetta svo upp yfir alþjóð harðbrjósta fólki til ómældrar gremju en viðkvæmum einstaklingum til angistar. Hefur eingöngu neikvæð áhrif og er ekki til neins, eins og við höfum ekki nóg af raunverulegum áhyggjum þessa dagana.

2. Þvottaefnisauglýsingar.
Allar þessar glæsilegu konur sem eru með nefið ofan í klósettinu til að kanna hvort þar leynist skítablettur. Karlarnir eru aftur á móti í hvítum slopp og sprauta út í loftið og þá hreinsast allt. Hreingerningar eru semsagt vísindaleg aðgerð hjá karlmönnum en taugatrekkjandi smámunasemi hjá kvenfólki.

3. Bifreiðaskoðunarstöð Frumherja á Selfossi.
Þar er opið kl. 8-16 á daginn en maður er rekinn aftur heim ef maður kemur kl. korter fyrir fjögur og híað á mann fyrir að láta sér detta í hug að bíllinn verði skoðaður þann daginn. Því skoðunarkallarnir hætta kl. fjögur. Ég hef aldrei fyrr lent á "þjónutstufyrirtæki" sem ekki afgreiðir viðskiptavini sem mæta á auglýstum opnunartíma. Sundlaugarnar er eina sem mér dettur í hug en þar er yfirleitt skýrt tekið fram hversu lengi er selt ofaní. Ekki datt manni í hug að reka út liðið sem tróð sér inn kl. rúmlega 12 á aðfangadag þegar ég vann hjá póstinum í gamla daga.

4. Gamlingjar sem hægja á við hvern og einn af afleggjurunum 60 á leiðinni upp Grímsnesið, gefa ekki stefnuljós, gefa í á milli afleggjara, hægja á þegar þeir mæta bíl og gefa alls ekki möguleika á að komast fram úr þeim. Komon þið eruð ekki ein úti á landi, þar er fullt af fólki sem þarf að komast milli staða.

Nú man ég ekki eftir meira í bili, er komin í býsna gott skap eftir að deila mínum helstu umkvörtunarefnum með heiminum.

6.5.08

Ferðalög um heiminn

Það er alltaf gaman að telja hvað maður er búinn að skoða mikið af heiminum. Samkvæmt þessu hef ég komið til 49 landa og hef skoða 21% af veröldinni. Ég verð að hætta að heimsækja sömu staðina aftur til að ná a.m.k. helmingnum áður en ég verð of gömul. Þetta er nú reyndar ekki mikið að marka. Til dæmis hef ég bara komið til Moskvu en þegar Rússland er valið litast hálfur heimurinn rauður. Fólk er stundum að býsnast yfir þessu flakki á mér og oft að spyrja hvað ég hafi eiginlega ferðast mikið. Hér má sjá það rautt á bláu.



Búðu til þitt eigið kort.

28.3.08

Heilsuleysi

Ég telst nú vera komin á miðjan aldur og get ekki neitað því að stundum finn ég fyrir því að vera komin fast að fimmtugu. En ég hef aldrei verið alvarlega veik, aldrei brotnað, aldrei fengið í bakið, aldrei lagst inn á sjúkrahús og hef helst ekki talað við lækna um æfina. Veit reyndar fátt leiðinlegra að tala um en veikindi og slys. Hélt að svo væri um flest eðlilegt fólk. En í vetur hef ég verið að taka eftir því sem ég vil kalla veikindafíkn jafnaldra minna. Maður má ekki minnast á maður sé með kvef þá uppveðrast þær allar og byrja hver í kapp við aðra að lýsa krankleikum sínum og sinna. Og það er ekkert smá hvað getur amað að venjulegri íslenskri húsmóður, þær eru með ofnæmi, vöðvabólgur, brjósklos, blöðrubólgu, sjóntruflanir o.fl. o.fl. sem ég kann ekki að nefna. Og ef þær eru ekki með alla þessa sjúkdóma sjálfar þá eru það börnin eða maðurinn eða foreldrarnir. Og allar miðast sögurnar að því að sannfæra viðmælandann um að viðkomandi sé svo hrikalega veikur að undur má telja að hann dragi ennþá andann. Konur á mínum aldri virðast allar vera hjá a.m.k. 3 læknum, sjúkraþjálfara, hnykkjara, ilmolíunuddara, í nálastungum og hvað þetta heitir nú allt saman. Mér líst nú ekki á blikuna, þetta eru þó manneskjur á besta aldri, ætli nokkrar jafnöldrur mínar verði eftir til að stjórna eldriborgarafélaginu. Mér finnst þetta áhyggjuefni hvað margt hrjáir íslenskar konur á fimmtugsaldri. Auðvitað eru þetta upp til hópa manneskjur sem hafa unnið fullt starf, komið upp slatta af krökkum og alltaf haft meira að gera en þær mögulega hafa komist yfir. Ég vona bara að þegar hægist um hjá þeim að heilsan batni og þær geti fundið sér eitthvað skemmtilegra að tala um.

14.3.08

Brottför til Marokkó yfirvofandi.

Merkilegt það er bara allt í einu komið að því að fara í páskaferðina til Marokkó. Þetta er alltaf jafn skrýtið að skipuleggja eitthvað með árs fyrirvara, ákveða að fara í ferðalag, borga með margra mánaða fyrirvara og svo er allt í einu komið að því að fara. Að sumu leyti finnst mér þetta óþægilegt, mér finnst hálfpartinn maður vera að storka örlögunum, því auðvitað veit enginn hvað framtíðin ber í skauti sér. Eftir ár gæti maður verið dáinn eða fótbrotinn eða íslenska efnahagskerfið hrunið og allt spariféð fokið út um gluggann. En vonandi gerist ekkert meiriháttar áður en flugvélin fer í loftið með okkur systur og ferðafélaga n.k. sunnudagsmorgun. Ég stefni á að skrifa eins og tækifæri gefst á Heimsklúbbssíðuna.
Fylgist með.
Gleðilega páska.